Starfsmenn í heilbrigðistækni heimsækja framkvæmdasvæðið

7. nóvember 2022

Þann 4.nóvember komu starfsmenn sem starfa við heilbrigðistækni í heimsókn og fengu kynningu á verkefnum Nýs Landspítala hjá Gísla Georgssyni, verkefnastjóra á tækni- og þróunarsviði.

Að því loknu var farið í skoðunarferð um framkvæmdasvæðið undir leiðsögn Gísla Georgssonar og Ólafs Halldórssonar verkefnastjóra.