Stefnt að BREEAM umhverfisvottun fyrir allar nýbyggingar nýs Landspítala

3. desember 2021

Við uppbyggingu á nýjum Landspítala er þess ávallt gætt að draga eins og mögulegt er úr neikvæðum umhverfislegum áhrifum.

Meðal annars er leitast eftir hæstu mögulegu BREEAM umhverfisvottun fyrir allar nýbyggingar svæðisins. Til þess að öðlast slíka vottun er þess m.a. gætt, bæði með kröfum sem settar eru fram í hönnun, sem og kröfum sem gerðar eru til verkframkvæmdarinnar, að hugað sé að nýtingu jarðefna með eins umhverfisvænum hætti og unnt reynist.

Í umfjöllun Morgunblaðsins frá 2.desember er m.a. fjallað um jarðvinnu vegna rannsóknahússins og þar kemur einnig fram að klapparefni úr grunninum fari í landfyllingu og grjótvarnargarð við Ánanaust og Bryggjuhverfi.

Stefnt er á Excellent einkunn frá BREEAM fyrir bæði hönnun og byggingu nýs rannsóknahúss Landspítala við Hringbraut.

Sjá nánar í umfjöllun Morgunblaðsins