Steinsteypudagurinn 2021, fyrirlestur frá NLSH, “sögur úr grunninum”

8. nóvember 2021

Hinn árlegi Steinsteypudagur, sem haldinn er á vegum Steinsteypufélags Íslands, var haldinn 5. nóvember.

Meðal fyrirlesara á Steinsteypudeginum var fyrirlestur Eysteins Einarssonar, “Sögur úr grunninum”, en Eysteinn er byggingarstjóri og staðarverkfræðingur NLSH.

Fjallaði Eysteinn meðal annars um þær áskoranir að steypa upp 70.000 fermetra hús við þröngar og síbreytilegar aðstæður sem eru á Hringbrautarsvæðinu sem og mikilvægi góðs undirbúnings svo steypuvinna heppnist sem best.

Nánari upplýsingar um Steinsteypudaginn má finna á vefslóðinni, http://www.steinsteypufelag.is/