Stór verkefni fram undan hjá Hönnunarsviði NLSH

3. nóvember 2020

“Hjá okkur stendur yfir skipulagning á starfi okkar á Hönnunarsviðinu á komandi vetri. Stærstu verkefnin okkar á næstu mánuðum eru hönnunarverkefni vegna hönnunar á nýjum meðferðarkjarna og á rannsóknahúsi.

Vinna við hönnun á meðferðarkjarnanum (nýju sjúkrahúsi) er langt komin og samhliða þeirri vinnu er unnið að hönnun á nýju rannsóknahúsi þar sem öll rannsóknastarfsemi Landspítalans verður sameinuð á einum stað.

Hönnun meðferðarkjarnans mun ljúka með vorinu og stefnt er að því að hönnun á nýju rannsóknahúsi ljúki í lok árs 2021 segir Sigríður.”

Í undirbúningi eru alútboðsgögn fyrir Bílastæða- og tæknihús en gert er ráð fyrir að hönnun þess hefjist á næstu mánuðum.

Á mynd má sjá starfsmenn Hönnunarsviðs á fjarfundi.