Styttist í opnun nýs hjólaskýlis á lóð Landspítala

22. nóvember 2019

Framkvæmdir við gerð nýs hjólaskýlis á lóð Landspítala eru á lokastigi.
Unnið er í tengingum aðgangs, myndavéla og öryggiskerfa við kerfi LSH þessa dagana og verður skýlið tekið í notkun þegar þeirri vinnu er lokið.

Hjólaskýlið er staðsett við vesturenda bílastæðis við eldhús– og rannsóknastofubyggingu Landspítala og er með tveggja hæða hjólarekkum og er ætlað fyrir allt að 64 hjól. Hjólaviðgerðarstandur verður í skýlinu fyrir smærri hjólaviðgerðir ásamt handvirkri hjólapumpu.

Nýja hjólaskýlið mun breyta miklu fyrir þá starfsmenn LSH sem nýta sér það að koma hjólandi til vinnu.