Sumarflokkur sinnir ýmsum viðhaldsverkefnum

12. ágúst 2022

Í sumar hefur verið starfræktur sumarflokkur hjá Nýjum Landspítala sem sinnir viðhaldsverkefnum af ýmsum toga.

„Þau helstu verkefni sem við höfum unnið að í sumar eru málun og viðhald á framkvæmdagirðingum, málun á nýju merki félagins á girðingar, setja mottur á göngustíga vinnubúðareits og þökulagnir. Einnig færsla á girðingum, almenn tiltekt á framkvæmdasvæði, málun hjólaskýlis og hellulagnir, ryðhreinsun á gámum og vinna við trjábeð. Verkefnin hafa gengið vel í sumar þrátt fyrir rysjótta tíð og kominn mikill myndarbragur hér á svæðið," segir Þröstur Ásgeirsson verkefnastjóri.