Fréttir


Sumarstarfsmenn NLSH sinna fjölbreyttum verkefnum

11. júlí 2024

Mikið er lagt upp úr snyrtimennsku á vinnusvæði NLSH, jafnt við skrifstofur og við framkvæmdasvæðið. Eins og undangengin sumur vinna starfsmennirnir m.a. við hreinsun og málun á vinnubúðasvæðinu.

Minna hefur borið á veggjakroti nú en áður en mikilvægt er að viðhalda timburverki í kringum vinnubúðirnar og einnig hafa bæst við verkefni í kringum Grensásdeild Landspítala. Gunnar Mikael, sem áður hefur sinnt viðhaldsverkefnum á sumrin, sinnir nú verkefnum sem snúa að tölvumálum.

Á mynd frá vinstri: Eydís Dúna Hjaltadóttir, Katla Ólafsdóttir, Linda Elíasdóttir og Gunnar Mikael Jóhannsson.