Framkvæmdastjóri þróunar LSH í heimsókn

4. maí 2023

Svava María Atladóttir var ráðin framkvæmdastjóri þróunar hjá Landspítalanum um sl. áramót, en verkefni LSH sem tengjast verkefnum Nýs Landspítala heyra undir þróun í nýju skipuriti LSH. Svava María starfaði áður sem verkefnastjóri hjá LSH en þar áður vann sem ráðgjafi fyrir þróun spítala og fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og partner hjá Future Medical Systems í San Francisco. Hún vann jafnframt í sex ár hjá IDEO í Palo Alto höfuðstöðvunum en IDEO var frumherji og hefur verið leiðandi í hönnunarhugsun á alþjóða vísu. Svava María hefur stýrt fjölda verkefna þar sem hönnunarhugsun hefur verið leiðandi aðferðafræði við að finna lausnir fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hún er meðhöfundur bókarinnar Discovery Design: Charting New Directions in Healthcare Improvement. Svava María fór yfir verkefni NLSH og heimsótti verkstað með stjórnarformanni og framkvæmdastjóra NLSH.