Tæknibygging mun hýsa mikilvæg kerfi

16. febrúar 2022

Undirbúningur er í fullum gangi við hönnun á sérstakri tæknibyggingu á Landspítalalóðinni og mun hún hafa að geyma öflug miðlæg tæknikerfi sem þjóna öðrum byggingum á svæðinu. Meðal þess sem þarna verður að finna verður kælikerfi bygginga, vararafstöðvar og varakyndingu svo og tengingu við svokallaðan háspennuhring.

Byggingin verður staðsett vestantil á lóðinni og mun auk tæknikerfanna hafa stæði fyrir farartæki ýmis. Á komandi vikum verður farið nánar í eiginleika hvers ofangreindra kerfa, lesendum til glöggvunar og fróðleiks.