Tilboð í fullnaðarhönnun í bílakjallara undir Sóleyjartorgi

23. desember 2020

Um helgina birtist auglýsing frá NLSH ohf. þar sem óskar er eftir tilboðum í fullnaðarhönnun á bílakjallara undir Sóleyjartorgi.

Um er að ræða almennt útboð sem er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Fyrirkomulag útboðs  er þannig að bjóðendur skulu skila inn upplýsingum um hæfi og tilboði í þóknun fyrir ráðgjafarstörf.

Tilboðum skal skilað fyrir 9.febrúar næstkomandi.

Nánari upplýsingar er að finna í rafrænu á vef Ríkiskaupa, https://tendsign.is/