Umfjöllun á Rás 1 um stöðu framkvæmdanna og framtíð

12. september 2022

Þann 8. september var framkvæmdastjóri NLSH, Gunnar Svavarsson, í viðtali í þættinum Morgunvaktin á Rás 1. Þar var komið víða við um stöðu framkvæmdanna, umfang og nánustu framtíð. Auk bygginganna fimm á Hringbrautarsvæðinu þá var fjallað um stækkunina á Grensásdeild, sem er verkefni upp á 4.000 fm. en nýverið var samningur undirritaður sem hrindir því verkefni úr vör. Aðdragandinn að framkvæmdunum á Hringbrautarsvæðinu var langur en þær síðan gengið greiðlega og verktakar staðið sig vel. Þegar Meðferðarkjarninn verður afhentur þá tekur ferill við að koma fyrir tækjakostinum og framkvæma prófanir en erlendis hafa til dæmis upplýsingatæknimál reynst snúin viðfangs í nýjum sjúkrahúsum. Hlekkur á þáttinn er hér en viðtalið hefst á 33:48.