Umfjöllun um hönnun á nýjum meðferðarkjarna á Rás 2

26. október 2020

Fjallað er um hönnun á nýjum meðferðarkjarna í tveimur þáttum Rásar 2, á Flakki með Lísu Páls.

Í fyrri þættinum ræðir Lísa Pálsdóttir þáttastjórnandi við Þorberg Karlsson hjá VSO ráðgjöf byggingaverkfræðing hjá VSÓ um tæknilega hluti varðandi jarðskjálftaþol, titring og flæði fólks.

Einnig er tætt er við Ástu Logadóttur, rafmagnsverkfræðing og lýsingarsérfræðing, um dægursveiflur og lýsingu, en talið er að rétt lýsing hafi jákvæð áhrif á sjúklinga og að starfsfólki líði betur í góðri lýsingu. Í lokin er rætt við Ragnhildi Skarphéðinsdóttur, landslagsarkitekt, sem hefur hannað lárétta og lóðrétta garða innandyra í meðferðarbyggingunni, en líkt og lýsingin hefur gróður jákvæð áhrif á sjúklinga og starfsfólk.

Fyrri þáttinn er hægt að hlusta á hér