Unnið að framtíð eldhúss LSH

17. ágúst 2022

Núna er að hefjast forathugun á því hvar og hvernig húsnæði og rekstri eldhúss Landspítalans verði best fyrir komið. Skoðaðir verða valkostir sem taka til staðsetningar og rekstrarkostnaðar, meðal annars hvar sé hentugast að byggja upp starfsemi eldhússins.

Verkefnið hefur verið unnið í samstarfi við Landspítala og dönsku ráðgjafana BKD Consulting. BKD hefur síðan 2008 sérhæft sig í uppbyggingu stórra iðnaðareldhúsa. Fyrirtækið hefur annast ráðgjöf á bæði breytingar- og nýbyggingarverkefnum þar sem matur er framleiddur í miklu magni. Á undanförnum árum hefur fyrirtækið sérhæft sig í eldhúsum sem þjóna spítölum og öldrunarheimilum.