Unnið að tengigöngum milli bygginga

4. febrúar 2023

Að undanförnu hefur verið unnið að tengigöngum við nýbyggingarnar, en margslungið net þeirra tengir byggingarnar saman neðanjarðar á spítalasvæðinu.

Lokið er við uppsteypu á tengigang sem liggur úr vesturhluta K2-kjallara á meðferðarkjarnanum (MFK) í átt að rannsóknarhúsinu í gegnum Burknagötu, sem liggur sunnan við nýja spítalann. Jafnframt er búið að ganga frá vatnsvörn og einangrun utan á veggi og þak. Búið er að fylla yfir ganginn að hluta.

Jarðvinna er búin að vera í gangi fyrir tengigang sem liggur frá miðju MFK yfir í rannsóknarhús. Sprengivinnu lauk í síðustu viku og er verið að ljúka uppgreftri á sprengdri klöpp og mögulega smá fleygun. Í framhaldinu mun verktaki hefjast handa við að steypa upp tengiganginn sem er á tveimur hæðum og tengist K2 og K1 í MFK.