Unnið er að lokaundirbúningi á jarðvegsvinnu á vinnubúðareit og malbikað í vikunni

9. nóvember 2020

Verið er að leggja lokahönd á undirbúningi undir malbikun á vinnubúðareit og stefnt er að þvi að malbikað verði í vikunni.

„Við erum í lokafrágangi undir malbikun sem verður á miðvikudag. Það er verið að setja niður rafmagnsskáp við aðgangshliðiðið að sunnanverðu en að öðru leyti er allt tilbúið undir malbik. Búið er að hefla og þjappa og að taka plötupróf og síðan á eftir að merkja út svæðið sem verður malbikað.

Að malbikun lokinni verða settir upp kantsteinar”, segir Sigurður Arnar Sigurðsson verkefnastjóri hjá Snókur verktökum.