Fréttir


Vinna við utanhússklæðningu í bílastæða – og tæknihúsi er hafin

30. september 2024

Uppsteypu bílastæða og tæknihússins er lokið. Verið er að vinna að lokun á húsinu með uppsetningu utanhússklæðningar sunnan við húsið og pappalögn þaks. Vinna við innanhússfrágang er í fullum gangi.

„Verið er að einangra og múra veggi í tæknihlutanum. Einnig er verktaki að slípa veggi og plötur. Unnið er í rafmagni og pípulögnum og einnig að uppsetningu vatnsúðakerfis.Verktaki er að fylla yfir lagnagang er liggur á milli bílastæða- og tæknihússins og rannsóknahúss. Unnið er að utanhússfrágangi við tengigang norður sem mun liggja frá bílastæðahlutanum að rannsóknahúsi og meðferðarkjarna. Stefnt er að því að taka bílastæðahlutann í notkun á fyrri hluta árs 2025. Nú er verið að undirbúa vinnu við lagnir sem fara eiga í Hvannargötu sem liggur niður með austurhlið hússins. Gera þarf götuna ökufæra áður en hægt verður að opna bílastæðahlutann,“ segir Sigurjón Sigurjónsson verkefnastjóri hjá NLSH.