Unnið við uppsteypu Grensásdeildar
Framkvæmdir við stækkun Grensásdeildar hafa gengið vel á umliðnu ári.
„Á þessu stigi framkvæmda þá er uppsteypan í fullum gangi og lýkur henni í sumar. Búið er að steypa upp kjallara og er unnið við að steypa upp næstu hæðir,“ segir segir Kristinn Jakobsson verkefnastjóri hjá NLSH.