Upphaf framkvæmda vegna byggingar sjúkrahótels

18. nóvember 2015

Vinna hófst í morgun við gerð 70 nýrra bráðabirgðabílastæða framan við aðalbyggingu Landspítala við Hringbraut. Áætlað er að búið verði að malbika stæðin hálfum mánuði síðar.

Þessi nýju bráðabirgðabílastæði koma í stað jafn margra bílastæða sem verður lokað milli kvennadeilda og K-byggingar þegar jarðvegsvinna hefst til að undirbúa byggingu nýs sjúkrahótels.

Vinnusvæðið vegna gerðar bráðabirgðabílastæðanna verður afmarkað en engum umferðarleiðum lokað hvorki fyrir akandi né gangandi.

Lágmarksáhrif verða því á starfsemi spítalans vegna þessara framkvæmda.Áhrifin felast aðallega í ferðum vörubíla til og frá vinnusvæði.

Með því að gera þessi nýju bráðabirgðabílastæði verða áfram í boði gjaldskyld stæði nærri spítalanum þótt síðar komi til tímabundinnar lokunar bílastæðanna við kvennadeildir og K-byggingu.

Frétt á mbl.is um framkvæmdirnar

Bráðabirgðabílastæði Hringbraut 2015Smelltu á myndina til stækka hana

pdfYfirlitsmyndin á pdf