Upphaf jarðvinnu vegna byggingar á nýju rannsóknahúsi

27. september 2021

Háfell ehf. er jarðvinnuverktaki vegna rannsóknahússins og er vinna við jarðvinnuna hafin að sögn Bergþóru Smáradóttur verkefnastjóra á framkvæmdasviði NLSH.

„Þessa daga er unnið við uppgröft á lausu jarðefni og mun sú vinna standa áfram yfir næstu vikur. Búið er að rífa niður gashúsið sem stóð við vesturenda gamla bílastæðisins við Læknagarð og það má segja að upphaf jarðvinnunnar sé að ganga vel“, segir Bergþóra.