Uppsteypa á nýjum meðferðarkjarna hefst í vor

8. janúar 2020

Fjallað er um fyrirhugaða uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna og um niðurstöðu á hæfni fyrirtækja til að annast verklegu framkvæmdina í sjónvarpsfréttum RÚV.

Stefnt er að því að byrja að steypa stærstu byggingu Hringbrautarverkefnisins nýjan meðferðarkjarna í vor.

Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri NLSH: „Við erum að stefna á að uppsteypan geti hafist núna í vor. Fara út með uppsteypuútboðið í byrjun næsta mánaðar þannig að þá liggur fyrir hvaða verktaki hlýtur það verk svona í lok mars, byrjun apríl og svo strax í framhaldi af því getum við byrjað. Það má gera ráð fyrir að þessi uppsteypa taki tvö og hálft ár, ég held að það sé nokkuð nærri lagi.“

Áætlað er að nýr meðferðarkjarni verði tekinn í notkun 2025.

Frétt RÚV