Uppsteypa bílakjallara lokið
Vinna við uppsteypu bílakjallara og tengiganga er lokið.
„Nú er unnið við uppsteypu viðbótarverks í anddyri meðferðarkjarna ásamt því sem unnið er að fyllingum að tengigöngum. Vinna við úttektir heldur áfram og samhliða við skil bílakjallara og tengiganga til verkkaupa NLSH, “segir Jóhann G. Gunnarsson staðarverkfræðingur hjá NLSH.