Uppsteypuverkefni meðferðarkjarnans á fullri ferð - fyrsta steypa botnplötu í júní

4. júní 2021

Uppsteypuverkefnið á nýjum meðferðarkjarna er á fullri ferð, en aðalverktaki uppsteypu verksins er Eykt hf.

“Helstu verkþættir sem nú eru í gangi við uppsteypuna eru áframhaldandi vinna við mótauppslátt, járnabendingu undirstaðna og jarðskaut. Einnig er áfram unnið við þrif á klöpp og þrifalagssteypur en sú vinna fer að klárast fljótlega. Vinna við fyllingar er hafin og vinna við lagnir í grunni og botnplötu hefst á næstunni”, segir Eysteinn Einarsson staðarverkfræðingur hjá NLSH.

Fyrsta steypa botnplötu verður í júní.

Á mynd: Eysteinn Einarsson staðarverkfræðingur NLSH í nýjum skrifstofum á Alaskareit