Fréttir


Útboðsþing Samtaka iðnaðarins 2025

31. janúar 2025

Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega útboðsþing þann 30.janúar á Grand hótel.

Á Útboðsþingi SI, sem haldið er í samstarfi við Félag vinnuvélaeigenda og Mannvirki – félag verktaka, voru kynnt útboð ársins vegna verklegra framkvæmda hjá opinberum aðilum.

Áætluð heildarfjárhæð í fyrirhuguðum verklegum útboðum nemur 264,2 milljörðum króna. Um er að ræða nær tvöföldun frá þeim útboðum sem raungerðust árið 2024 en þau námu 134,5 milljörðum króna.

Þrír verkkaupar af tíu boða 90% aukningarinnar, þ.e. NLSH, Landsvirkjun og Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir.

Á þinginu kynnti Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH, helstu framkvæmdaverkefni sem félagið stendur að á árinu.

Helstu verkefni til útboðs á vegum NLSH eru Innri frágangur fjórðu hæðar meðferðarkjarna, innri frágangur á rannsóknahúsi, gatna-, veitna- og lóðagerð við Hringbraut, Fífilsgata, Hrafnsgata og Njólagata, ýmsir framkvæmdaliðir í tengigöngum, meðferðarkjarna og rannsóknahúsi ásamt öðrum smærri verk- og þjónustuútboðum og útboðsverkum í tækja- og búnaðarmálum.

Glærur fráfundinum má nálgast hér