Fréttir


Útveggjaeiningar langt komnar á meðferðarkjarna

2. desember 2024

Vinna við að setja upp útveggjaeiningar er langt komin og hefur gengið vel.

„Nú þegar dregur að jólum gengur vinna við meðferðarkjarnann vel og enn er verið að setja útveggjaeiningar utan á síðasta hluta byggingarinnar, sem lýkur fljótlega á nýju ári. Undirbúningur við innivinnu er að hefjast og er þeirri vinnu skipt í nokkur útboð. Samhliða er unnið að þakfrágangi, þar sem einangrun og hellulögn þaka og svala er nokkuð á veg komin. Verið er að leggja regnvatnslagnir frá þökum og er áætlað að efstu þök séu orðin vatnsheld. Í upphafi nýs árs verður unnið af krafti við að klára þá vinnu sem er í gangi núna ásamt því að halda áfram lokafrágangi,“segir Árni Kristjánsson, staðarverkfræðingur NLSH.