Verkefnastjórar frá Borgarlínu í kynnisferð

27. júní 2022

Starfsmenn Vegagerðarinnar sem sinna verkefnum Borgarlínu komu nýlega á Hringbrautarsvæðið til að kynna sér efnistök Nýs Landspítala ohf. og Skipulag framkvæmda s.s. umhverfis- og öryggisstjórnun og upplýsingaveitur til almennings og fjölmiðla. Ásdís Kristinsdóttir staðgengill forstöðumanns Borgarlínu fór fyrir hópnum.

Gísli Georgsson verkefnastjóri á þróunarsviði kynnti í fundarsal umfang og eðli framkvæmdanna við Hringbraut og fjallaði sérstaklega um meðferðarkjarnann. Steinar Bachmann verkefnastjóri á framkvæmdasviði sýndi svo gestunum, sem voru ánægðir með móttökur, framkvæmdasvæðið. Það er von NLSH að Borgarlínunni nýtist ýmis brautryðjendavinna sem NLSH hefur innleitt í starfsemi sinni og verkefnastjórn við Hringbraut.