Verkefnastjórn NLSH til umræðu á Procore-ráðstefnu
Þann 21. nóvember hélt bandaríska fyrirtækið Procore alþjóðlega ráðstefnu undir heitinu Groundbreak en hana sóttu 5000 manns frá 37 löndum auk þess sem fyrirlestrunum var streymt um allan heim. Í upphafi hélt forstjóri og stofnandi Procore, Tooey Courtemanche, erindi þar sem hann fór yfir áhersluatriði fyrirtækisins og áskoranir sem byggingaiðnaðurinn stendur frammi fyrir um heim allan. Procore setur núna fókus á gervigreind, framleiðni og öryggismál.
Sem dæmi um stór og framsækin verkefni nefndi hann nýtt lestarkerfi í Ástralíu, kjarnorkuver í Frakklandi og framkvæmdir Nýs Landspítala, sem hann sagði stærstu og dýrustu framkvæmd landsins. Samhliða umfjölluninni sýndi hann drónamyndir frá framkvæmdasvæðinu, þar sem sjá mátti meðferðarkjarnann á ýmsum byggingastigum