Viðbótarbílaþvottastöð sett upp í sumar

2. júlí 2021

Frá upphafi framkvæmda hefur NLSH lagt mikla áherslu á það að vinnuvélar sem aka út af svæðinu fari fyrst í gegnum þvottastöð.  Þetta er gert til að forðast að óhreinindi berist á göturnar og sýna þannig gott fordæmi. Auk þvottastöðvarinnar sem núna er í notkun verður annarri þvottastöð bætt við síðar í sumar þegar framkvæmdir hefjast við rannsóknahúsið, en það mun standa vestanvert á lóðinni, við hlið Læknagarðs.