Viðurkenningarskjöldur vegna BREEAM umhverfisvottunar sjúkrahótelsins afhjúpaður

28. apríl 2022

Í dag var afhjúpaður viðurkenningarskjöldur vegna BREEAM umhverfisvottunar á sjúkrahótelinu við Hringbraut.

SPITAL hópurinn sá um skipulagsgerð og forhönnun sjúkrahótelsins og var hönnun og bygging hússins vottuð samkvæmt alþjóðlega BREEAM umhverfisvottunarstaðlinum og hlaut húsið hæsta skor sem gefið hefur verið út á húsi hér á landi.

Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala, leiddi athöfnina og auk þess voru viðstaddir hluti starfsmanna Nýs Landspítala og fulltrúar úr stjórn félagsins ásamt öðrum gestum.

Fulltrúi Spital hópsins við athöfnina var Helga J. Bjarnadóttir, starfsmaður EFLU sem leiddi vinnuna fyrir hönd SPITAL hópsins. Fulltrúi sjúkrahótels var hótelstjóri sjúkrahótelsins, Sólrún Rúnarsdóttir, sem afhjúpaði skjöldinn.

Á mynd: Sólrún Rúnarsdóttir hótelstjóri sjúkrahótelsins við viðurkenningarskjöldinn