Vilja hefja uppbyggingu nýs Landspítala

28. febrúar 2013

Vinstri hreyfingin – grænt framboð telur að hefja eigi uppbyggingu nýs Landspítala, að því er fram kemur í stjórnmálaályktun sem samþykkt var á landsfundi flokksins um liðna helgi.

Þar kemur fram að markmiðið með nýjum byggingum Landspítala sé allt í senn að bæta þjónustu við sjúklinga, vinnuaðstæður starfsfólks og gera rekstur spítalans einfaldari og hagkvæmari. Þessi framkvæmd á að vera opinber framkvæmd, að því er fram kemur í ályktununni. Þá segir að samhliða þurfi að tryggja rekstur öflugs sjúkrahúss á Akureyri og heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa um land allt.