Vinna vegna hönnunar á útveggjaklæðningu á meðferðarkjarna gengur vel

14. mars 2023

Vinna vegna hönnunar á útveggjaklæðningu á meðferðarkjarnann gengur vel.

Verkefnið er enn á hönnunarstigi en undirbúningur vegna framleiðslu á fyrstu útveggjaeiningunum fer fljótlega af stað. Stefnt er að því að uppsetning á klæðningunni hefjist á haustmánuðum þessa árs.

Uppsetning á útveggjaklæðningunni er eitt af stærstu fjárfestingarverkefnum meðferðarkjarnans. Staticus er verktakinn sem sér um hönnun, framleiðslu og uppsetningu á útveggjaeiningunum.

Í liðinni viku fóru fulltrúar frá NLSH, arkitektar meðferðarkjarna ásamt fulltrúa á vegum erlendra ráðgjafa NLSH, vegna útveggjaklæðningarinnar, í heimsókn til Staticus í Litháen.

„Tilgangur ferðarinnar var að skoða svokallað „Visual mock-up“ af hluta útveggjaklæðningarinnar, en það er einskonar sjónrænt sýnishorn í fullri stærð. Að auki fengum við sérstaka kynningu á framleiðsluferli Staticus á útveggjaeiningum ásamt leiðsögn um húsakynni framleiðslunnar. Við hjá NLSH erum ánægð með samstarfið við Staticus og erum full tilhlökkunar með áframhaldandi gott samstarf,“ segir Bergþóra Smáradóttir verkefnastjóri á framkvæmdasviði NLSH.

Seinni-mynd