Vinna við innanhúsfrágang í gámabyggð gengur vel í upphafi árs

6. janúar 2021

Nú er unnið við innanhúsfrágang í gámabyggð á vinnubúðareit og miðar verkinu vel áfram.

Verið er að smíða tengibyggingu á milli matsalar og fataaðstöðu. Í matsalnum er verið að vinna í kerfisloftum, við að tengja rafmagn, við pípulagnir og blikksmíði og við uppsetningu loftræsikerfis.

Búið er að setja upp salernisaðstöðu og styttist í verklok á öðrum áfanga verksins.