Vinna við undirbúning matsalar á vinnubúðareit gengur vel

5. mars 2021

Framkvæmdir við nýjan matsal á vinnubúðareit ganga vel. Um er að ræða matar og kaffiaðstöðu fyrir þá verktaka sem vinna við uppsteypuverkefni við nýjan Landspítala.

Vinna við þetta verkefni hefur gengið samkvæmt áætlun og styttist í að starfsemi í matsalnum hefjist, segir Steinar Þór Bachmann verkefnastjóri rekstrar hjá NLSH.