Vinna við undirbúning undir malbikun gengur vel á vinnubúðareit

2. nóvember 2020

Jarðvegsframkvæmdir á vinnubúðareit ganga vel og búið er að grafa fyrir og setja upp ljósastaura.

Verið er er að slá upp fyrir mótum vegna uppsetningar á aðgangshliði og jafnframt að hefla jarðveg og undirbúa undir malbikun.

Stefnt er að þvi að malbikað verði í næstu viku.