Vinna við uppgröft hefur gengið vel í bílastæða – og tæknihúsinu

14. nóvember 2022

Vinna við uppgröft hefur gengið vel og þeim verkþætti lokið og efnið komið á þar til gerða móttökustaði.

„Við uppgröft í suðvestur horni hússins kom í ljós að klöpp féll brattar niður en á öðrum stöðum en verktaki hefur sýnt fram á lausn á þessu og vinna við þennan verkþátt er hafin. Unnið er samkvæmt verkáætlun í þrifalögum og hreinsun á klöpp og þeim verkþætti á að ljúka í byrjun desember á þessu ári. Dæling á jarðvatni er eins og búist var við og er dælt reglulega. Bergboltar hafa verið framleiddir og er stefnt að því að hefja boranir fyrir bergboltum í þessari viku. BT húsið er alútboðsverk og er verktaki því með hönnun og verkframkvæmd á sínum snærum. Verktaki hefur gert grein fyrir stöðu hönnunar og sent uppfærða hönnunaráætlun. Verktaki er að undirbúa uppsetningu nýrra vinnubúða sunnan við BT húsið”, segir Steinar Þór Bachmann verkefnastjóri á framkvæmdasviði Nýs Landspítala.