Vinna við uppsteypu í fullum gangi – búið að steypa fyrstu undirstöður

23. mars 2021

Vinna við uppsteypu er í fullum gangi í grunni meðferðarkjarnans.

Helstu verkþættir sem nú eru í gangi við uppsteypuna eru áframhaldandi þrif á klöpp og þrifalagssteypur. Vinna við mótauppslátt og járnabendingu undirstaðna er í fullum gangi og fyrstu undirstöðurnar voru steyptar í síðustu viku. Samhliða þessu er vinna við jarðskaut og fljótlega mun svo vinna við fyllingar og lagnir hefjast, segir Eysteinn Einarsson staðarverkfræðingur hjá NLSH.