Vinna við uppsteypu meðferðarkjarna er hafin

18. febrúar 2021

Að sögn Eysteins Einarssonar staðarverkfræðings NLSH gengur upphaf uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna vel.

Vinna við hreinsun klappar og þrifalög er í fullum gangi og í byrjun vikunnar hófst vinna við uppslátt og járnabendingu fyrstu undirstaðna hússins.

Myndband úr dróna má sjá hér af framkvæmdasvæðinu.