Fréttir


Vinna við utanhússfrágang á meðferðarkjarna gengur vel

23. september 2024

Vinna er núna í fullum gangi við þakið á meðferðarkjarnanum. Núna er lokið við að setja tvöfalda pappalögn á stöng 1, sem er vestasti hluti byggingarinnar, og einnig komin mjög langt á veg á stöng 2. Milt og stillt haustveður þessa dagana hjálpar til. Á sama tíma er mjög góður gangur við uppsetningu útveggjanna og núna er einungis austasta stöngin, nr. 5, eftir og á sama tíma er vinna við að koma á festingum og römmum þar fyrir. Að þessu loknu fer að hylla undir endanlegt svipmót byggingarinnar. Hér er nýjasta myndskeiðið af meðferðarkjarnanum, tekið þann 19 september. Myndskeið.