Fréttir


Vinnustofa um lyfjaþjónustu í nýjum Landspítala

13. september 2024

Nýlega fór fram vinnustofa í tengslum við lyfjaþjónustu Nýs Landspítala. Þátttakendur voru verkefnastjórar NLSH ásamt starfsfólki Landspítala, svo sem stjórnendur og starfsmenn lyfjaþjónustunnar ásamt fulltrúum legudeilda.

NLSH fékk Emendo Conulting Group til að aðstoða við framkvæmd vinnustofunnar og úrvinnslu hennar.

„Megin markmið vinnustofunnar var að kortleggja helstu ferla og áskoranir sem lyfjaþjónustan stendur frammi fyrir með flutningi í nýtt húsnæði. Þar má helst nefna ferla sem tengjast lyfjablöndun, stakskömmtun, rekjanleika lyfjagjafa og afhendingu lyfja upp á deildir. Vinnustofan tókst vel til og munu niðurstöður hennar varpa ljósi á þau verkefni sem eru framundan vegna lyfjaþjónustunnar og forgangsröðun þeirra,“ segir Jens Hjaltalín Sverrisson, verkefnastjóri hjá NLSH.

13-9-innri