Von er á fyrstu húsunum í gámabyggð á vinnubúðareit í næstu viku

13. nóvember 2020

Nú stendur yfir undirbúningur fyrir uppsetningu á húsum sem munu rísa á vinnubúðareit á framkvæmdasvæði við nýjan Landspítala.

„Unnið er af krafti við að setja upp og stilla undirstöður undir vinnubúðir, einnig er verið að ganga frá lagnavinnu vegna frárennslis og þegar þeirri vinnu lýkur þá munum við reisa fyrstu húsin í næstu viku.

Það eru sjö hús tilbúin til uppsetningar og átta hús koma til landsins eftir helgi og fara beint í samsetningu“, segir Magnús Magnússon byggingameistari hjá Terra verktökum.