Yfirlit á framkvæmdasvæðinu við áramótin
Á nýársdag var flogið með dróna yfir framkvæmdasvæðin við Hringbraut og Grensás. Veðrið hentaði afar vel til flugs og skartaði borgin sínum fegursta vetrarskrúða. Hér að neðan eru nokkrar myndir sem fanga snjóinn og birtuna rétt eftir sólarupprás.
Liður í slíkum myndatökum er samvinna og heimild frá flugturninum á Reykjavíkurflugvelli hverju sinni en framkvæmdasvæðin eru það nálægt flugvellinum að það er ófrávíkjanlegt auk þess sem stilla þarf hugbúnað drónans til að hann geti yfirhöfuð flogið á slíku svæði.
Nýverið tóku reglur gildi á Íslandi varðandi réttindi til drónaflugs en flugmaður NLSH hefur aflað sér slíkra réttinda með prófi frá Samgöngustofu. Drónar eru flokkaðir eftir stærð og getu og réttindin endurspegla þá flokka.