
Heimsókn frá Sjómannadagsráði.
Þann 9. maí kom í heimsókn áhugasamur hópur en það voru fulltrúar frá Sjómannadagsráði.
Í byrjun var kynning á helstu framkvæmdaverkefnum NLSH sem Hannes Örn Jónsson verkefnastjóri stýrði. Að kynningu lokinni var skoðunarferð þar sem Hannes Örn og Jóhann G. Ragnarsson gengu um meðferðarkjarnann.
Þetta var afar ánægjuleg heimsókn og líflegar umræður voru um framkvæmdirnar og það sem er á döfinni.
