
Allir fimm stóðust forval yfirferðar séruppdrátta
Niðurstaða hæfni og reynslu bjóðenda vegna forvals nr. 20997 fyrir yfirferð séruppdrátta meðferðakjarna NLSH.
Umsóknir í forvali fyrir yfirferð séruppdrátta meðferðakjarna NLSH nr. 20997 voru opnaðar á opnunarfundi 19. nóvember 2019, kl. 09:15 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C á jarðhæð.
Alls bárust 5 umsóknir frá eftirtöldum aðilum/umsækjendum:
· EFLA hf
· Ferill verkfræðistofa
· Frumherji hf
· Hnit verkfræðistofa hf
· Verkís
Allar umsóknir hafa verið yfirfarnar.
Niðurstaða forvalsnefndar er að allir umsækjendur hafi staðist kröfur forvals nr. 20997.