Nýr landsspítali

Nýtt þjóðar­sjúkrahús

Meðferðarkjarninn, nýtt þjóðarsjúkrahús, er stærsta byggingin í uppbyggingu Nýs Landspítala og mun gegna lykilhlutverki í starfseminni.

Lesa meira

Fréttir

11. október 2024 : Lokið við síðustu steypu í bílakjallara

Vinna við bílakjallara gengur vel og nú er unnið við að klára tengiganga, upp með bílakjallara, sem liggur norðan megin við mannvirkið og tengist við tengiganga meðferðarkjarna. Einnig er unnið við aðra hæð tengiganga upp við meðferðarkjarna og áframhald tengigangs með norðurhlið. Síðasta plata við tengigang upp með meðferðarkjarna verður steypt fljótlega. Á sama tíma vinnur verktaki við frágang inn í bílakjallara sem verður tekinn í notkun í október til að geyma efni í sorp og lín kerfi meðferðarkjarna. 

Lesa meira

8. október 2024 : Opnun tilboða vegna innri frágangs á 5. og 6. hæð meðferðarkjarna

 Í dag voru opnuð tilboð í lokuðu útboði nr. I 4066 sem lýtur að innri frágangi á 5. og 6. hæðum meðferðarkjarna. Um er að ræða u.þ.b. 14.000 m2 af húsnæði sem mun hýsa átta legudeildir nýs Landspítala.

Lesa meira

7. október 2024 : Fyrsta ráðstefna Procore í Evrópu

Bandaríska fyrirtækið Procore, sem sérhæfir í sig í vefþjónustu fyrir byggingaiðnaðinn, hélt ráðstefnu í London í byrjun október. Hún var sú fyrsta innan Evrópu og fulltrúar fyrirtækja komu víða að, meðal annars frá NLSH. Auk fyrirlestra og erinda um margvíslega þætti í hugbúnaðinum var umfjöllun um þróunarverkefni og reynslusögur í brennidepli. Ein slík var hvernig var frá fyrirtæki sem hannar og smíðar vindorkuver og hefur starfsemi um víða veröld. Fulltrúi fyrirtækisins lýsti hvernig mæta þurfti mismunandi starfsumhverfi þeirra landa sem að málinu koma.

Lesa meira

Sjá allar fréttir