Forsíðubanner

Nýtt þjóðar­sjúkrahús

Meðferðarkjarninn, nýtt þjóðarsjúkrahús, er stærsta byggingin í uppbyggingu Hringbrautarverkefnisins og mun gegna lykilhlutverki í starfseminni.

Lesa meira

Hringbrautarverkefnið

Fréttir

21. september 2020 : Góður gangur í framkvæmdunum við nýjan spítala

Í dag eru að sögn Gunnars Svavarssonar, framkvæmdastjóra Nýs Landspítala, fjölmörg verkefni í gangi, eitt af því er uppbygging á meðferðarkjarnanum en nú stendur yfir yfirferð og samræming á þeim tilboðum sem bárust í uppsteypuna á honum.

Lesa meira

21. september 2020 : Samningur undirritaður um yfirferð sérteikninga

Í kjölfar útboðs um yfirferð sérteikninga var gengið að tilboði Eflu og var samingur milli NLSH og Eflu undirritaður þann 16 september. Fjöldi teikninganna fyrir Meðferðarkjarnann hleypur á þúsundum enda um afar flókna byggingu að ræða. Samninginn undirrtuðu Gunnar Svavarsson NLSH og Ólafur Ágúst Ingason verkfræðistofunni Eflu. Vottar voru þau Óskar Torfi Þorvaldsson byggingarfulltrúaembættinu í Reykjavík og Sigríður Sigurðardóttir NLSH.

Lesa meira

16. september 2020 : Kynningarfundur vegna alverktöku á bílastæða- og tæknihúsi

Samhliða bygginu Meðferðarkjarna og Rannsóknahúss við Hringbraut verður byggt bílastæða- og tæknihús sem mun þjóna svæðinu. Nú er í gangi forval fyrir alverktöku bílastæða- og tæknihússins. Þann 16 september var haldin kynning í húsnæði NLSH við Skúlagötu fyrir áhugasama í forvalinu. Í forvalinu verða 5 hæfustu fyrirtækin valin og munu þau í framhaldi taka þátt í lokuðu útboði fyrir alverktökuna.

Lesa meira

Sjá allar fréttir