Fréttir
Hönnun nýbyggingar við Sjúkrahúsið á Akureyri miðar vel
Samningur um hönnun nýrrar legudeildarbyggingar við Sjúkrahúsið á Akureyri var undirritaður við hátíðlega athöfn þann 27.júní síðastliðinn. Hönnunarhópur verkefnisins samanstendur af Verkís hf, TBL arkitektum og JCA Ltd en hönnunartillaga þeirra varð hlutskörpust í lokuðu útboði sem fór fram fyrr á árinu.
Lesa meiraNettengingar á byggingastigi
Fyrir nokkru voru lögð drög að þráðlausu neti í meðferðarkjarnanum sem yrði þar til bráðabirgða á meðan á innanhússvinnunni stæði. Ljóst var að farsímasamband yrði víða takmarkað í kjöllurunum þar sem þeir eru djúpt neðanjarðar og einkennast af afar þykkum veggjum og súlum og því þörf á annarri lausn. Með sérstökum hugbúnaði var búið til radíólíkan fyrir þráðlaust net (WiFi, RLAN) sem sýndi bæði útbreiðsluna innan kjallarana og hæðunum en líkanið auðveldaði skipulag á staðsetningu senda og notkun tíðna. Einnig er hægt að taka inn í slík líkön fyrirhugaðar gerðir af notendatækjum, fjölda loftneta þeirra, drægni og við hvaða gagnaflutningshraða má búast. Einnig hvaða áhrif nýjir veggir myndu hafa. Þannig er útkoman fyrirfram þekkt. Uppsetning á fyrsta áfanga netsins er að hefjast.
Lesa meiraSíðasta steypa í bílastæða- og tæknihúsi steypt fljótlega
Síðasta steypa í bílastæða- og tæknihúsinu verður steypt í september þegar plata yfir lyftustokki verður steypt. Vinna við innanhússfrágang er í fullum gangi og verið er að einangra og múra veggi í tæknihluta hússins.
Lesa meira