Nýr landsspítali

Nýtt þjóðar­sjúkrahús

Meðferðarkjarninn, nýtt þjóðarsjúkrahús, er stærsta byggingin í uppbyggingu Nýs Landspítala og mun gegna lykilhlutverki í starfseminni.

Lesa meira

Fréttir

21. október 2024 : Fyrrum kennarar Iðnskólans í Reykjavík áhugasamir

Í liðinni viku komu fyrrum kennarar Iðnskólans í Reykjavík í vísindaferð, bóklega og verklega á verkstað við Hringbraut. Iðnskólinn í Reykjavík fagnar nú í október 120 ára afmæli sínu með hátíðardagskrá, þar sem farið er yfir sögu skólans auk ýmissa annarra upplýsinga úr góðu starfi skólans á umliðnum áratugum.

Lesa meira

18. október 2024 : Klæðning á síðasta hluta meðferðarkjarnans hafin

Eins og vegfarendur um Hringbraut hafa án efa veitt eftirtekt hefur klæðning á meðferðarkjarnanum gjörbreytt svipmóti byggingarinnar. Núna er svo komið að á austasta hluta byggingarinnar, sem kallast stöng 5, eru útveggjaeiningarnar í uppsetningu en verkinu er nánast lokið á vestari hlutanum. 

Lesa meira

16. október 2024 : NLSH með kynningu í rýniferð Verkfræðingafélags Íslands í Istanbúl

Verkfræðingafélag Íslands stóð nýlega fyrir rýniferð fyrir félagsmenn til Istanbúl í Tyrklandi. Alls voru um 170 þátttakendur í ferðinni þar af tveir starfsmenn frá NLSH. Dagskráin var fjölbreytt og má þar nefna skoðunarferð í Tækniháskólann í Istanbúl, þar sem verkfræðistofan Arup hafði skipulagt dagskrá með fyrirlestrum og skoðunarferð. Einn fyrirlesturinn var kynning Sigurjóns Sigurjónssonar, staðarverkfræðings hjá NLSH á framkvæmdum félagsins. Einnig voru fleiri fyrirlestrar svo sem kynning Tryggva Þórs Haraldssonar, fyrrverandi forstjóra RARIK, um stöðu orkumála á Íslandi. Af hálfu heimamanna var fyrirlestur um afleiðingar stórs jarðskjálfta sem varð í Tyrklandi í febrúar 2023 og hvernig brugðist var við miklum skemmdum á byggingum. Í lok ferðar var skoðunarferð í nýlegt listastafn Istanbul Modern þar sem Arup hafði séð um hönnun og eftirlit með framkvæmdum.

Lesa meira

Sjá allar fréttir