Nýr landsspítali

Nýtt þjóðar­sjúkrahús

Meðferðarkjarninn, nýtt þjóðarsjúkrahús, er stærsta byggingin í uppbyggingu Nýs Landspítala og mun gegna lykilhlutverki í starfseminni.

Lesa meira

Fréttir

20. september 2024 : Framkvæmdir hafnar við stækkun á Grensásdeild

Ístak hefur hafið framkvæmdir við stækkun Grensásdeildar með fyrstu steypu þann 12. september. Verkið felur í sér byggingu 4.400 fermetra nýbyggingar vestan við núverandi húsnæði Grensásspítala, og verklok eru áætluð 3. október 2026.

Lesa meira

18. september 2024 : Byggingu Rannsóknahússins miðar vel áfram

Vinna við rannsóknahús gengur vel. Helstu verkþættir í uppsteypuverkinu eru fyllingar að undirstöðum og undir botnplötu, mótauppsláttur og járnun á kjallaraveggjum og botnplötu kjallara. Í ágústmánuði var verktakinn að vinna við seinustu undirstöður, steypa plötur og veggi í kjallara ásamt því að vinna við fyllingar, einangrun og tjörgun kjallara. Einnig er vinna við lagnir í jörðu að hefjast. Rannsóknahúsið er flókið hús, þar sem grunnmynd hússins er óregluleg ásamt því að í hönnuninni þarf að taka tillit til þeirrar viðkvæmu starfsemi sem verður í húsinu. Myndin sýnir stöðu framkvæmdarinnar þann 12 september síðastliðinn. Vinstra megin má sjá bílastæða- og tæknihúsið. Á þessu myndskeiði má sjá húsin þann sama dag. Sjá myndskeið.

Lesa meira

16. september 2024 : Framkvæmdafréttir gefnar 100 sinnum út

Allt frá árinu 2018 hefur NLSH gefið út fréttabréf sem hefur heitið Framkvæmdafréttir. Í því er samantekt á því sem er efst á baugi eða markvert um starfsemina og framkvæmdirnar og komið víða við, og verður því heimild um gang mála í framtíðinni. Núna í haust urðu þau tímamót að eitt hundraðasta tölublað Framkvæmdafrétta kom út en á vef NLSH er að finna öll tölublöðin og eru aðgengileg með PDF-sniði. Ný tölublöð eru einnig send til þeirra sem þess óska með tölvupósti en hægt er að senda félaginu línu ef óskað er eftir að vera á þeim lista.

Lesa meira

Sjá allar fréttir