Nýr landsspítali

Nýtt þjóðar­sjúkrahús

Meðferðarkjarninn, nýtt þjóðarsjúkrahús, er stærsta byggingin í uppbyggingu Nýs Landspítala og mun gegna lykilhlutverki í starfseminni.

Lesa meira

Fréttir

24. mars 2023 : Myndataka sýnir verk í mótun

Fylgifiskur stafrænnar tækni er hversu meðfærileg og fjölbreytt tæknin er við myndatökur og langtíma varðveisla gerir mögulegt fyrir komandi kynslóðir að sjá skref fyrir skref hvernig uppbygging mannvirkja átti sér stað. Með þetta í huga hefur NLSH lagt mikið uppúr myndatökum, bæði frá jörðu niðri en einnig með drónamyndatökum sem oftast eru vikulega. Myndatökurnar gera kleift fyrir verktaka og verkkaupa að sjá gang mála en NLSH hefur bæði birt hreyfimyndir á YouTube-svæði sínu en úrval af ljósmyndum er einnig að finna á heimasíðu fyrirtækisins. Núna er mest lagt uppúr myndum af uppbyggingu meðferðarkjarnans en þegar fram í sækir munu birtast ljósmyndir af öðrum mannvirkjum á svæðinu. Þar til það á sér stað má finna tölvuteikningar af byggingunum.

Lesa meira

22. mars 2023 : Steypuvinna hafin við fyrstu þakplötu meðferðarkjarnans

Nú er hafin steypuvinna við fyrstu þakplötu nýs meðferðarkjarna.

Lesa meira

21. mars 2023 : Kynningarfundur NLSH um miðlæg tæknikerfi

Nýlega hélt NLSH kynningarfund fyrir tæknimenn Landspítala um uppbyggingu og virkni miðlægra tæknikerfa.

Lesa meira

Sjá allar fréttir