Nýr landsspítali

Nýtt þjóðar­sjúkrahús

Meðferðarkjarninn, nýtt þjóðarsjúkrahús, er stærsta byggingin í uppbyggingu Nýs Landspítala og mun gegna lykilhlutverki í starfseminni.

Lesa meira

Fréttir

23. maí 2024 : Staða framkvæmda við Grensásdeild

Lögð hefur verið ný heimæð fyrir fráveitu frá núverandi húsi. Veitur leggja nýjar heimæðar fyrir heitt og kalt vatn. Jarðvinnuverktaki er að leggja regnvatns- og skólplagnir fyrir viðbygginguna. Jarðvinnu lýkur í júní. Tilboð í uppsteypu og fullnaðarfrágang utan- og innanhúss fyrir viðbygginguna verða opnuð 4. júní næstkomandi.

Lesa meira

21. maí 2024 : Heimsókn frá fyrirtækjum sem hanna klæðninguna á meðferðarkjarna

Þann 8. maí komu í heimsókn fulltrúar frá Cosentino Scandinavia, GIP-Fassades og KEIL Befestigungstechnik en þau eru framleiðendur kerfisins Dekton sem notað er utan á meðferðarkjarnann ásamt öðrum festingarkerfum.

Lesa meira

17. maí 2024 : Stækkun húsnæðis á vinnubúðareit

Þegar verkefnum NLSH vindur fram fjölgar starfsfólki sem kallar á meira vinnurými. Nú er búið er að bæta einni hæð ofan á búningaaðstöðu starfsmanna verktaka. Þar verður vinnuaðstaða fyrir starfsmenn sem sinna verkeftirliti á framkvæmdasvæðinu en það eru verkfræðistofurnar Efla og Covi (Mannvit). Búið er að gefa húsnæðiseiningum á vinnubúðareit nöfn sem taka mið af eldri húsum sem eitt sinn stóðu á svæðinu. Nánar verður fjallað um nafngiftina í fréttum NLSH síðar

Lesa meira

Sjá allar fréttir