Nýr landsspítali

Nýtt þjóðar­sjúkrahús

Meðferðarkjarninn, nýtt þjóðarsjúkrahús, er stærsta byggingin í uppbyggingu Nýs Landspítala og mun gegna lykilhlutverki í starfseminni.

Lesa meira

Fréttir

4. október 2022 : Góður gangur við uppsteypu meðferðarkjarna

Uppsteypa við meðferðarkjarna er á góðu skriði þessar vikurnar, þar sem stærstur hluti hússins er kominn upp úr kjöllurum.

Lesa meira

29. september 2022 : Samningsundirskrift heilbrigðisráðherra vegna hönnunar, framleiðslu og uppsetningar á útveggjum á nýjan meðferðarkjarna

Í dag undirritaði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, samning Nýs Landspítala ohf. við litháenska útveggjaverktakann Staticus um hönnun, framleiðslu og uppsetningu á útveggjum á nýjan meðferðarkjarna. Um er að ræða eitt stærsta fjárfestingaverkefni meðferðarkjarnans. Samningurinn er afrakstur 15 mánaða samkeppnisútboðsferlis og það lengsta sem Nýr Landspítali hefur komið að. Vinnuhópur frá Nýjum Landspítala, Corpus, sem eru hönnuðir spítalans, Buro Happold Engineering, Bird & Bird, Lex lögmönnum og Ríkiskaupum komu að gagnagerð og samkeppnisviðræðum. Staticus fékk þar hæstu einkunn úr matslíkani og verði. Um er að ræða fullnaðarhönnun, framleiðslu, flutning og uppsetningu útveggja. Samningurinn hljóðar upp á 47 milljónir evra þar sem uppsetningartíminn er áætlaður um 14 mánuðir og hefst í september 2023.

Lesa meira

27. september 2022 : Tímamót hjá Nýjum Landspítala

Þann 23.september var haldinn stjórnarfundur nr. 200 hjá Nýjum Landspítala ohf. en félagið var stofnað 2010.

Lesa meira

Sjá allar fréttir