Nýr landsspítali

Nýtt þjóðar­sjúkrahús

Meðferðarkjarninn, nýtt þjóðarsjúkrahús, er stærsta byggingin í uppbyggingu Nýs Landspítala og mun gegna lykilhlutverki í starfseminni.

Lesa meira

Fréttir

30. nóvember 2022 : Borgarstjóri heimsækir Hringbrautarsvæðið

Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson og Björn Axelsson skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar heimsóttu þann 29. nóvember starfssvæði Nýs Landspítala við Hringbraut, en Reykjavíkurborg hefur mjög reglulega á síðustu árum kynnt sér framgang verkefna NLSH. Reykjavíkurborg er einn af mikilvægu samstarfsaðilum NLSH um uppbygginguna við Hringbraut, sér um skipulagsmál, aðstöðu-, framkvæmda- og byggingarleyfi. Samstarf um skipulagsmál svo og við embætti byggingarfulltrúa er mjög mikið og reynt er að stuðla að þróunarverkefnum til að takast á við sífelldar áskoranir í jafn stóru verkefni og verkefni NLSH er.

Lesa meira

28. nóvember 2022 : Kynningarfundur á Akureyri um verkefni Nýs Landspítala

Nýlega hélt NLSH kynningarfund um verkefni félagsins á sjúkrahúsinu á Akureyri, SAk. Stjórnarformaður NLSH gerði grein fyrir skipulagi félagsins og umfangi þess, framkvæmdastjóri fór yfir verkþætti, undirbúningsvinnu og framganginn á Hringbraut. Þá fór verkefnastjóri NLSH í verkefninu um stækkun Heilbrigðisvísindasviðs HÍ yfir fjölbreytt notendasamráð og skipulag innan þess verkefnis, en verkefnið HÍ er álíka stórt og fyrirhugað stækkunarverkefni SAk. SAk hefur á síðstu árunum unnið ýmis gögn í tengslum við frumathugun um stækkun spítalans og næstu skref spítalans eru að hefja áætlunargerð s.s. forhönnun, fullnaðarhönnun og undirbúning að verklegum framkvæmdum .Lokaniðurstaðan á að fela í sér fjölgun og breytingu á legudeildarstarfsemi spítalans, í nýju húsi, auk ýmissa annarra breytinga í eldri byggingum.

Lesa meira

25. nóvember 2022 : Konur ráða ríkjum á norðurhluta spítalalóðar

Þegar rýnt er í gatnanöfn í borgum vaknar gjarnan sú spurning af hverju viðkomandi heiti hafi verið valið. Elstu götunöfn taka oftar en ekki mið af staðháttum: Hafnargata, Lækjargata og Vesturgata o.s.frv. Í Þingholtunum vísa götunöfn til norrænnar goðafræði: Óðinsgata, Freyjugata, Bragagata o.s.frv.

Lesa meira

Sjá allar fréttir