Forsíðubanner

Nýtt þjóðar­sjúkrahús

Meðferðarkjarninn, nýtt þjóðarsjúkrahús, er stærsta byggingin í uppbyggingu Hringbrautarverkefnisins og mun gegna lykilhlutverki í starfseminni.

Lesa meira

Hringbrautarverkefnið

Fréttir

11. júní 2021 : Horft til framtíðar við hönnun sjúkrahússins

Fréttastofa RÚV birti viðtal þann 10. júní við Ásbjörn Jónsson, sviðstjóra framkvæmdasviðs NLSH, þar sem fjallað var um stöðuna í steypuvinnu við Meðferðarkjarnann. Mikið verk er framundan, margra mánaða verktími, áður en veggir hússins rísa upp fyrir vinnugirðingar svæðisins. Ásbjörn sagði að horft væri til framtíðar við hönnun hússins þannig að ef breytingar verða á framkvæmdatíma er hægt að aðlaga bygginguna að tækninýjungum. Því eru ekki neinir steyptir innveggir ofan við kjallarann.

Lesa meira

5. júní 2021 : NLSH auglýsir eftir þátttöku vegna útboðs á hönnun húsnæðis fyrir Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands

Nýr Landspítali ohf. (NLSH) í samstarfi við Háskóla Íslands auglýsir í dag í dagblöðum um þátttökurétt vegna lokaðs útboðs á hönnun húsnæðis fyrir Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands.

Lesa meira

4. júní 2021 : Uppsteypuverkefni meðferðarkjarnans á fullri ferð - fyrsta steypa botnplötu í júní

Uppsteypuverkefnið á nýjum meðferðarkjarna er á fullri ferð, en aðalverktaki uppsteypu verksins er Eykt hf.

Lesa meira

Sjá allar fréttir