Fréttir
Náms og skoðunarferð til Danmerkur
Nýlega skipulagði hönnunarsvið NLSH náms- og skoðunarferð til Danmerkur. Tilgangur ferðarinnar var að skoða geðdeildir sem byggðar hafa verið á undanförnum árum og var ferðin farin í tengslum við hönnun á nýrri geðdeild við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk). Í ferðinni var hópur arkitekta sem vinna að hönnun nýbyggingar við SAk og hópur frá sjúkrahúsinu, bæði stjórnendur og starfsfólk geðdeildar SAk. Sigríður Sigurðardóttir og Signý Stefánsdóttir á hönnunarsviði NLSH skipulögðu ferðina og leiddu hópinn. Sjúkrahúsin voru skoðuð í aldursröð og fékk hópurinn þá tækifæri til að sjá ákveðna þróun sem orðið hefur í hönnun geðdeilda í Danmörku. Einnig veitti ferðin tækifæri til notendasamráðs milli hönnuða og notenda.
Lesa meiraHeimsókn frá finnskum systursamtökum Samtaka iðnaðarins
Nýlega komu í heimsókn fulltrúar frá systursamtökum Samtaka iðnaðarins frá Finnlandi, Rakennus Teollisuus.
Lesa meiraVinna við utanhússklæðningu í bílastæða – og tæknihúsi er hafin
Uppsteypu bílastæða og tæknihússins er lokið. Verið er að vinna að lokun á húsinu með uppsetningu utanhússklæðningar sunnan við húsið og pappalögn þaks. Vinna við innanhússfrágang er í fullum gangi.
Lesa meira