Forsíðubanner

Nýtt þjóðar­sjúkrahús

Meðferðarkjarninn, nýtt þjóðarsjúkrahús, er stærsta byggingin í uppbyggingu Hringbrautarverkefnisins og mun gegna lykilhlutverki í starfseminni.

Lesa meira

Hringbrautarverkefnið

Fréttir

28. september 2020 : Samningur undirritaður fyrir húseiningar á vinnubúðareit

Þann 24. september sl var undirritaður samningur milli NLSH og Terra vegna gámahúsa á vinnubúðareit á lóð Landspítalans við Hringbraut. Terra mun útvega gámaeiningar, reisa og ganga frá að fullu á vinnusvæðinu. Um er að ræða mötuneytis- og fataaðstöðu ásamt tengigangi þar á milli. Einnig mun Terra útvega gámaeiningar fyrir móttökuhús, tvö vakthús og reykingahús.

Lesa meira

25. september 2020 : Samningur undirritaður vegna jarðvinnu á vinnubúðareit

NLSH ohf. og Snók verktakar ehf. undirrituðu þann 24. september sl. samning vegna jarð- og lagnavinnu á vinnubúðareit á lóð Landspítalans við Hringbraut. Vinnan felst meðal annars í því að leggja veitukerfi, fylla í, jafna og malbika undir vinnubúðasvæðið, setja upp girðingar, aðgangshlið og fleira. Stefnt er að verklokum í byrjun nóvember.

Lesa meira

21. september 2020 : Góður gangur í framkvæmdunum við nýjan spítala

Í dag eru að sögn Gunnars Svavarssonar, framkvæmdastjóra Nýs Landspítala, fjölmörg verkefni í gangi, eitt af því er uppbygging á meðferðarkjarnanum en nú stendur yfir yfirferð og samræming á þeim tilboðum sem bárust í uppsteypuna á honum.

Lesa meira

Sjá allar fréttir