Fréttir
Heimsókn frá finnskum systursamtökum Samtaka iðnaðarins
Nýlega komu í heimsókn fulltrúar frá systursamtökum Samtaka iðnaðarins frá Finnlandi, Rakennus Teollisuus.
Lesa meiraVinna við utanhússklæðningu í bílastæða – og tæknihúsi er hafin
Uppsteypu bílastæða og tæknihússins er lokið. Verið er að vinna að lokun á húsinu með uppsetningu utanhússklæðningar sunnan við húsið og pappalögn þaks. Vinna við innanhússfrágang er í fullum gangi.
Lesa meiraHeimsókn frá Finnlandi
Nýlega kom í heimsókn hópur frá Finnlandi til að kynna sér framkvæmdir NLSH. Það var Háskóli Íslands sem hafði milligöngu um heimsóknina. Hópurinn samanstendur af fulltrúum leiðandi aðila í fasteigna- og byggingageiranum í Finnlandi, Kiinko (https://www.kiinko.fi/en). Á hverju ári er nýr hópur um 30 millistjórnenda og æðstu stjórnendum sem starfa á þessum vettvangi í Finnlandi, allt frá opinberum aðilum til einkaaðila. Dagskráin hófst á kynningu Helga Ingasonar, teymisstjóra áhættu og samræmingar, hjá NLSH á starfseminni. Síðan var gengið um framkvæmdasvæðið þar sem verkefnastjórarnir Jóhann Gunnar Ragnarsson og Jóhann Gunnar Gunnarsson fræddu gesti um það helsta sem fyrir augu bar á framkvæmdasvæðinu. Veðrið var upp á sitt besta og almenn ánægja gesta með skoðunarferðina.
Lesa meira