Framkvæmdir við bílastæða - og tæknihús á lokastigi

Í bílastæða og tæknihúsi er uppsetning flestra kerfa langt komin en endanlegur frágangur á bílastæðum er eftir.

„Enn er beðið eftir endanlegum heimlögnum til að prófanir geti hafist sem og yfirborðsfrágangi til að hægt verði að keyra inn í húsið,“ segir Sigurjón Sigurjónsson staðarverkfræðingur hjá NLSH.

Í Bílastæða og tæknihúsinu verða 522 bílastæði á 16 pöllum auk 200 stæða fyrir reiðhjól. Stefnt er að opnun bílastæðahluta hússins á seinni hluta ársins.