
Átta þátttakendur í forvali um útveggi meðferðarkjarna
Miðvikudaginn 26. maí var opnað hjá Ríkiskaupum forval nr. 21398 vegna útveggjakerfis meðferðarkjarnans (Exterior Wall System EWS for NLSH).
Þátttökubeiðnir í útboðinu bárust frá eftirfarandi átta aðilum:
- Fenster Alumiinium As
- Ístak hf
- KG Constructions
- Rizzani de Eccher S.p.A.
- Schneider (G.B.) Ltd.
- Skonto Plan
- Staticus
- ÞG verktakar
Við tekur yfirferð þar sem farið verður yfir hæfiskröfur aðilanna og í kjölfarið að afhenda útboðsgögn til valinna aðila í ljósi heimilda sbr. lög um skipan opinberra framkvæmda nr. 84/2001 og lög um opinber innkaup nr. 120/2016.
Ljóst er að mikill áhugi er á þessu verkefni. Hönnun hússins er unnin á vegum Corpus hönnunarhópsins og er Buro Happols Engineering UK sem leiðandi samstarfsaðili í útveggjakerfinu (Exterior Wall System).