bilastaedi i byggingu

Bílastæði við vesturgafl Gamla Spítala

Vinna við ný bílastæði við vesturgafl Gamla Spítala er hafin.

Sprengivinnu við lækkun á klöpp undir bílastæðum lýkur í vikunni og í framhaldinu hefst uppbygging á grjóthleðslum og öðrum frágangi.

Stefnt er að því að vinnu við frágang ljúki fyrir áramót.