
Fimm vilja hanna nýjan Landspítala
Umsóknir um þátttöku í forvali fyrir hönnun Nýs Landspítala voru opnaðar hjá Ríkiskaupum í dag.
Sex hópar skiluðu inn forvalsgögnum fyrir hönnun sjúkrahótels og bílastæðahúss. Fimm hópar skiluðu forvalsgögnum fyrir hönnun meðferðarkjarna og rannsóknarhúss. Undirbúningur vegna fyrsta áfanga uppbyggingar við Hringbraut hefur nú staðið um þó nokkurt skeið, en í nóvember lauk hönnunarteymið SPITAL við forhönnun heildarverkefnisins.