Forval vegna innanhússfrágangs á meðferðarkjarna, K2 til 4 hæðar

Nýr Landspítali ohf. óskar eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu útboði á innanhússfrágangi í kjallara K2 til 4. hæðar meðferðarkjarnans. Jafnframt nær útboðið til stýriverktöku fyrir framkvæmdir á K2 til 4. hæðar, þ.m.t. vegna lagna (3. kafla) og rafkerfis (4. kafla), en vinna við lagnir og rafkerfi verður boðið út sérstaklega.

Útboð þetta tekur til allt að 55 þúsund fermetra í meðferðarkjarnanum að undanskildum legudeildum á 5.-6. hæð.

Skilafrestur er til 20. maí og opnun tilboða er þann sama dag kl. 13:15.

Sjá nánar á utbodsvefur.is