
Frágangsvinna við gatnamót Laufásvegar og Gömlu Hringbrautar
Frágangsvinna í kringum gatnamót Laufásvegar og Gömlu Hringbrautar gengur vel.
Búið er að helluleggja gönguleið í veginn í beygjunni við Barnaspítalann. Hafin er lóðarvinna sunnan við Gömlu Hringbraut við strætisvagnastöðina, en ný hellulögn verður lögð á svæðið sambærileg
við þá sem búið er að leggja norðanmegin við Gömlu Hringbraut og sett verður upp nýtt strætisvagnaskýli.
Athygli er vakin á því að til að tryggja aðgengi strætó um Barónsstíg er bann við bifreiðastöðum við austurkant Barónsstígs milli Eiríksgötu og Laufásvegar.