
Framkvæmdir við Læknagarð og breyting á aðkomu
Framkvæmdir hafa staðið yfir við Læknagarð þar sem unnið hefur verið að framlengingu á fráveitulögn vegna fyrirhugaðrar randbyggðar.
Einnig er unnið að jarðvinnu vegna nýs háspennustrengs í spennustöð við Læknagarð. Lagður hefur verið nýr göngustígur og göngubrú vegna breytingar á aðkomu að aðalinngangi Læknagarðs.
Aðkoma að Læknagarði er nú aðeins um Hvannargötu.
“Þessi vinna hefur gengið vel og það styttist í verklok”, segir Bergþóra Smáradóttir verkefnastjóri á framkvæmdasviði NLSH
Snókur verktakar ehf. hafa séð um þessa framkvæmd.